Fullt út að dyrum á loftslagsráðstefnu VG

Af ráðstefnunni.
Af ráðstefnunni. mbl.is/Óttar

Áhrifin sem loftslagsbreytingar hafa á meðalævilengd og heilbrigði þjóðarinnar eru meiri en þau sem lokun bráðadeilda og sjúkrahúsdeilda hefðu í för með sér, að sögn Hjalta Más Björnssonar, bráðalæknis. 

Hann ræddi umhverfisvá og lýðheilsu, sem fulltrúi félagsins Læknar gegn umhverfisvá, á opinni loftslagsráðstefnu Vinstri grænna, sem fram fór í Grósku í Reykjavík í dag. 

Megininntakið í erindi Hjalta var að „lýðheilsa þjóðar ræðst algjörlega af heilbrigðu umhverfi, næringu, hreinlæti og loftslagi,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Vinstri grænum. 

Þar segir jafnframt að fullt hafi verið út að dyrum í allan dag, en fjöldi sérfræðinga ræddu loftslagsmál, þróun og aðgerðir á ráðstefnunni. 

Gestum gafst meðal annars færi á að kynnast starfi ungra loftslagsvænna bænda, Þórdísar Þórarinsdóttur og Eyþórs Braga Bragasonar frá Burstarfelli í Vopnafirði. Einnig var farið yfir áhrif loftslagsbreytinga á landris og hækkun sjávar og hvað gera þurfi til að sporna við því. 

Ungu bændurnir sátu fyrir svörum.
Ungu bændurnir sátu fyrir svörum. Ljósmynd/Aðsend

Enginn sagði að sumrin yrðu „geggjuð“

„Það sagði enginn vísindamaður að sumrin yrðu eitthvað geggjuð hérna í kjölfar loftslagsbreytingar,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir í erindi sínu um öfgar í veðurfari í kjölfar loftslagsbreytinga.

Ráðstefnan var haldin að frumkvæði Jóns Hjartarsonar og honum til heiðurs, en hann lést fyrr á árinu.

Góð mæting.
Góð mæting. mbl.is/Óttar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert