Skjálftar suður af Reykjavík og við Selfoss

Stærsti skjálftinn í dag til þessa mældist 2,7 að stærð.
Stærsti skjálftinn í dag til þessa mældist 2,7 að stærð. Kort/map.is

Skjálftar halda áfram að mælast suð-suðvestur af Bláfjöllum, norðan Selvogs.

Fjallað var um skjálftahrinu á svæðinu á mbl.is í mars, þar sem einnig var sagt frá skjálfta af stærðinni 2,7 við Bláfjöll.

Skjálfti sömu stærðar mældist klukkan 5.38 í nótt skammt norður af Selvogi. Þremur mínútum síðar reið annar jarðskjálfti yfir á sama svæði, en þó litlu minni eða 2,5 að stærð.

Ekki er vitað til þess að skjálftanna hafi orðið vart í byggð.

Smáskjálftar mælast austur af Selfossi.
Smáskjálftar mælast austur af Selfossi. Kort/map.is

Það sem af er degi hafa litlir skjálftar einnig mælst skammt austur af Selfossi, norðan við hringveginn, eins og sjá má á kortinu hér að ofan.

Jörðin nötrar sífellt undan Reykjanestá síðustu vikur og mánuði.
Jörðin nötrar sífellt undan Reykjanestá síðustu vikur og mánuði. Kort/map.is

Loks mælast enn skjálftar undan Reykjanestá. Grunur hefur verið uppi um kvikuhreyfingu þar undir, vegna tíðra jarðskjálfta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert