Evrópuþingið samþykkti í morgun löggjöf um breyttar reglur er varða losunarheimilir í flugi. Mikill meirihluti þingmanna samþykkti löggjöfina.
Gert er ráð fyrir að ráðherraráð Evrópusambandsins staðfesti löggjöfina í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Evrópuþingsins.
Stjórnvöld á Íslandi hafa barist hart gegn löggjöfinni sem þau segja að skaði hagsmuni íslenskra flugfélaga og stöðu flugvallarins í Keflavík.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur kallað löggjöfina stærsta hagsmunamál Íslands frá upptöku EES-samningsins.
Yfirlýst markmið löggjafarinnar eru að þvinga upptöku umhverfisvænna flugvélaeldsneyti en nú er í notkun. Framleiðslugetan er hins vegar langt frá því að geta annað eftirspurn og eldsneytið þykir dýrt samanborið við annars konar flugvélaeldsneyti.