Staðfestu lög sem Ísland leggst gegn

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, í Evrópuþinginu í …
Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, í Evrópuþinginu í morgun. AFP/Frederick Florin

Evrópuþingið samþykkti í morgun löggjöf um breyttar reglur er varða losunarheimilir í flugi. Mikill meirihluti þingmanna samþykkti löggjöfina.

Gert er ráð fyrir að ráðherraráð Evrópusambandsins staðfesti löggjöfina í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Evrópuþingsins.

Stjórnvöld á Íslandi hafa barist hart gegn löggjöfinni sem þau segja að skaði hagsmuni íslenskra flugfélaga og stöðu flugvallarins í Keflavík. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur kallað löggjöfina stærsta hagsmunamál Íslands frá upptöku EES-samningsins. 

Yf­ir­lýst mark­mið lög­gjaf­ar­inn­ar eru að þvinga upp­töku um­hverf­i­s­vænna flug­véla­eldsneyti en nú er í notk­un. Fram­leiðslu­get­an er hins veg­ar langt frá því að geta annað eft­ir­spurn og eldsneytið þykir dýrt sam­an­borið við ann­ars kon­ar flug­véla­eldsneyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert