Traust til bólusetninga minnkað

Skýrslan segir traust almennings til bólusetninga hafi farið minnkandi eftir …
Skýrslan segir traust almennings til bólusetninga hafi farið minnkandi eftir að faraldurinn hófst. AFP

Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna, UNICEF, hring­ir viðvör­un­ar­bjöll­um vegna mik­ils bak­slags í bólu­setn­ing­um barna á heimsvísu. Ný skýrsla stofn­un­inn­ar seg­ir að um 67 millj­ón­ir barna hafi misst af einni eða fleiri bólu­setn­ing­um á síðastliðnum þrem­ur árum. 

Covid-19 heims­far­ald­ur­inn er tal­in ein helsta ástæða þró­un­ar­inn­ar. Skýrsl­an seg­ir traust al­menn­ings til bólu­setn­inga hafi farið minnk­andi eft­ir að far­ald­ur­inn hófst og hafa leitt til mestu aft­ur­för í bólu­setn­ing­um barna í þrjá ára­tugi. UNICEF seg­ir einnig aukið álag á heil­brigðis­kerfi, skorts á heil­brigðis­starfs­fólki og sótt­varn­araðgerðir hafa leitt til færri bólu­setn­inga.

Þró­un­in set­ur börn um all­an heim í hættu vegna sjúk­dóma á borð við misl­inga, barna­veiki og mænu­sótt en árið 2022 tvö­földuðust til­felli misl­inga sam­an­borið við árið á und­an og fjöldi barna sem lömuðust vegna mænu­sótt­ar jókst um 16 pró­sent. „Við get­um ekki leyft því að ger­ast að traust á venju­bundn­um bólu­setn­ing­um verði enn eitt fórn­ar­lamb heims­far­ald­urs­ins. Þá gæti næsta bylgja dauðsfalla orðið meðal barna með misl­inga, barna­veiki eða aðra sjúk­dóma sem hægt er að koma í veg fyr­ir,”seg­ir fram­kvæmda­stjóri UNICEF, Cat­her­ine Rus­sel.

Með skýrsl­unni vilja sam­tök­in minna á að sjúk­dóm­ar virða eng­in landa­mæri og biðla til stjórn­valda á heimsvísu að auka fjár­magn til bólu­setn­inga barna, til að koma í veg fyr­ir að börn veikist al­var­lega eða deyi af völd­um sjúk­dóma sem hægt er að koma í veg fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert