Raunverulegt áhyggjuefni fyrir Ísland

Arnór Sigurjónsson.
Arnór Sigurjónsson. mbl.is/Hallur Már

Arn­ór Sig­ur­jóns­son, sér­fræðing­ur í varn­ar­mál­um, seg­ir meint áform Rússa um skemmd­ar­verk á orku­innviðum og ljós­leiðurum á norður­slóðum raun­veru­legt áhyggju­efni fyr­ir Ísland.

Hann von­ar að upp­ljóstran­ir nor­rænna fjöl­miðla um at­hæfi Rússa í Norður­sjó verði vit­und­ar­vakn­ing fyr­ir ís­lensk stjórn­völd um hve ber­skjaldað Ísland sé í varn­ar­mál­um.

Arn­ór seg­ir árás­ir á ís­lenska innviði raun­veru­legt áhyggju­efni og það liggi í aug­um uppi að Rúss­ar hafi bæði getu og kunn­áttu til að eyðileggja þá ef þeir vilji. Hann seg­ir erfitt að verj­ast slík­um árás­um og Ísland hafi eng­in tæki, getu eða búnað til að verj­ast árás­un­um komi til þess.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Gríðarleg áhrif ef kapl­ar yrðu klippt­ir

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir upp­ljóstran­ir nor­rænna miðla um starf­semi Rússa sýna fram á að til­efni sé til auk­ins eft­ir­lits með land­helgi Íslands.

Rúss­ar eru sagðir hafa sett á fót um­fangs­mikla áætl­un um skemmd­ar­verk á orku­innviðum og ljós­leiðurum í Norður­sjó komi til átaka milli Rúss­lands og vest­ur­veld­anna. Eru þeir grunaðir um að hafa stundað víðtæk­ar njósn­ir um þessa innviði. Eru sæ­streng­ir til Íslands meðal ann­ars tald­ir í hættu.

„Eft­ir­lit Banda­ríkja­manna bæði úr lofti og úr hafi hef­ur verið að aukast og ef við setj­um það í sam­hengi við ákvörðun mína að heim­ila kaf­bát­um að koma hérna upp þá eyk­ur það í sjálfu sér eft­ir­litið enda hafa þeir þar til nú þurft að verja nokkr­um dög­um í að sigla til Nor­egs til að kom­ast upp. Af því leiðir að eft­ir­litið er að aukast og mun aukast,“ seg­ir Þór­dís.

Hún seg­ir að ef kapl­ar yrðu klippt­ir í sund­ur sé aug­ljóst að það myndi hafa gríðarleg áhrif hér á Íslandi og hinum nor­rænu lönd­un­um sömu­leiðis. „Í Norður­sjó ertu með leiðslur sem flytja orku, gögn og gas og svo fram­veg­is. Það er því annað og meira und­ir þar, en það er al­veg rétt, að um er að ræða gríðarlega mik­il­væga og krí­tíska innviði hér á landi sömu­leiðis,“ seg­ir Þór­dís.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert