Segist ekki hafa fengið afsökunarbeiðni

Skjáskot/Facebook

Söngkonan Elísabet Ormslev segist ekki hafa fengið afsökunarbeiðni og að hún leggi ekki opinberar yfirlýsingar að jöfnu við persónulega afsökunarbeiðni.

Þetta skrifar Elísabet á Facebook-síðu sína og vísar þannig í afsökunarbeiðni sem söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson birti á Facebook í gær.

Fagnar allri sjálfsvinnu

Í yfirlýsingunni sagðist Pétur sjá eft­ir sam­bandi sem hann átti við yngri mann­eskju sem hófst fyrir þrettán árum síðan, en stóð alls yfir í ellefu ár. Hann baðst af­sök­un­ar á að hafa sært viðkom­andi.

Greindi Pétur einnig frá því að hann hafi und­an­farið ár staðið í sjálfs­skoðun og leitað sér aðstoðar.

Fyr­ir rúmu ári var Pétri vikið úr tveim­ur hljóm­sveit­um. Hon­um var vikið úr hljóm­sveit­un­um degi eftir að viðtal við Elísa­bet­u birt­ist í Frétta­blaðinu um sam­band hennar við mikið eldri fræg­an tón­list­ar­mann. Í viðtal­inu kom fram að „sam­band“ þeirra hefði haf­ist þegar hún var barn­ung.

„Ég hef ekki fengið neina afsökunarbeiðni. Ég fagna allri sjálfsvinnu og vilja til betrum bætingar en ég legg ekki opinberar yfirlýsingar að jöfnu við persónulega afsökunarbeiðni,“ skrifar Elísabet á Facebook.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert