Þeir handteknu eru Íslendingar undir tvítugu

Fjórir eru í haldi lögreglu.
Fjórir eru í haldi lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður­inn sem lét lífið í átök­um á bíla­stæði Fjarðar­kaupa í gær var pólsk­ur. Hann var á þrítugs­aldri.

Þetta kom fram í máli Gríms Gríms­son­ar, yf­ir­manns miðlægr­ar deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í kvöld­frétt­um rík­is­út­varps­ins.

Fjór­ir hafa verið í haldi lög­reglu í dag vegna máls­ins. Að sögn Gríms mun lög­regla fara fram á gæslu­v­arðhald yfir þeim í kvöld.

Þeir eru all­ir Íslend­ing­ar und­ir tví­tugu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert