Sveitarfélögin vantar 30 milljarða

Karl Björnsson er nú að láta af störfum sem framkvæmdastjóri …
Karl Björnsson er nú að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ljósmynd/Davíð Guðlaugsson

Sveitarfélögin í landinu þyrftu að hafa um 30 milljörðum króna meiri tekjur en nú er til þess að geta staðið undir þeim skuldbindingum um þjónustu sem þeim ber að annast samkvæmt lögum. Ef þetta gengi eftir hefðu sveitarfélögin sömuleiðis meira veltufé frá rekstri sem gæti þá meðal annars nýst til uppbyggingar innviða. Þetta segir Karl Björnsson sem nú er að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, eftir langt starf.

Mikilvægt er, segir Karl, að fulltrúar sveitarfélaga geti treyst því að framtíðarsýn þeirra og talsmanna ríkisins um þróun á opinberri þjónustu sé sameiginleg. Einnig að fjármögnun hennar ákvarðist af sanngirni, en ekki með þrasi og erfiðum samningaviðræðum eins og yfirleitt hefur verið raunin.

„Ég held að það sé fyrir löngu tímabært að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, taki umræðuna af fullri alvöru við fólkið í landinu um hvort hægt sé að draga eitthvað úr endalausum kröfum um að auka opinbera þjónustu. Þessi þjónusta verður ekki veitt án fjármögnunar. Annaðhvort þarf að skera niður einhverja þjónustu sem nú er veitt til að fjármagna aukningu á annarri þjónustu eða hækka skatta. Er vilji til þess?“ spyr Karl og leggur áherslu á að ekki sé hægt að reka starfsemi hins opinbera til langs tíma með halla sem fjármagnaður sé með lántökum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert