Slitlag á alla tengivegi gæti kostað 150 milljarða króna

Hlykkjóttur malarvegur á Vatnsnesi sem ekki ber mikla umferð.
Hlykkjóttur malarvegur á Vatnsnesi sem ekki ber mikla umferð. mbl.is/Sigurður Bogi

Ætla má að það gæti kostað allt að 150 milljarða króna að koma bundnu slitlagi á þá 2.118 kílómetra tengivega á landinu sem í dag eru með malarslitlagi. Er þá út frá því gengið að meðalkostnaður við að koma slitlagi á tengivegi sé um 70 milljónir kr. á hvern kílómetra miðað við þær áætlanir sem fyrir liggja í dag um tengivegina til næstu fimm ára. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Hafsteinsdóttur um bundið slitlag á héraðs- og tengivegum, sem dreift hefur verið á Alþingi

Spurði Guðrún m.a. hvenær áætlað væri að ljúka langingu bundins slitlags á alla héraðs- og tengivegi. Í svarinu segir að frá 2011 hafi verið sérstök fjárveiting í samgönguáætlun sem ætluð er til að koma bundnu slitlagi á tengivegi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert