Kórónuveirusmit á dvalarheimili í Stykkishólmi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Ásdís

Tólf ein­stak­ling­ar sem dvelja á Dval­ar­heim­il­inu Stykk­is­hólmi hafa smit­ast af kór­ónu­veirunni á síðustu dög­um en smit barst einnig til þeirra sem búa í þjón­ustu­íbúðum við hliðina á heim­il­inu. Til­kynnt var á face­booksíðu dval­ar­heim­il­is­ins fyr­ir tæp­um hálf­um mánuði að smit hefði greinst á heim­il­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá dval­ar­heim­il­inu hef­ur eng­inn veikst al­var­lega en all­ir íbú­arn­ir höfðu fengið fimm skammta af bólu­efni.

Á dval­ar­heim­il­inu dvelja alls fimmtán manns en þar við hliðina er íbúðar­hús­næði fyr­ir aldraða og eru bygg­ing­arn­ar sam­tengd­ar. Sex­tán íbúðir eru í íbúðahlut­an­um, í sum­um búa tveir ein­stak­ling­ar og einn í öðrum. Fólk sem býr þar fær þjón­ustu frá heima­hjúkr­un en þó ekki frá dval­ar­heim­il­inu, þar sem hús­næðið er ekki rekið af dval­ar­heim­il­inu.

Smit fann sér leið til íbúa í þjón­ustu­hús­næðinu og er talið að flest­ir íbú­ar hafi smit­ast af veirunni en þó var ekki vitað í gær hver heild­ar­fjöldi smitaðra væri.

Upp­fært kl. 13:33.

Upp­haf­lega í frétt­inni var talað um að þrír hefðu smit­ast, en þeir voru 12. Þrír sem veikt­ust ekki, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá heim­il­inu eru veik­ind­in yf­ir­staðin og all­ir hress­ir í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka