Forsetabíllinn á óheppilegum stað

Hér má sjá hvernig bifreið forseta var lagt.
Hér má sjá hvernig bifreið forseta var lagt. Facebook/Jóhannes Magni Magneuson

Inni í Facebook-hópnum Verst lagði bíllinn myndaðist umræða um bifreið forseta Íslands sem lagt hafði verið fyrir framan íþróttahöllina í Þorlákshöfn gærkvöldi. Eins og nafn hópsins gefur til kynna rataði mynd af forsetabifreiðinni þangað inn fyrir þær sakir að hafa verið lagt á slæman máta. Sérfræðingur á skrifstofu forseta segir bílstjóra hafa verið gefið grænt ljós á að leggja bílnum á þennan máta.

Forsetinn var í heimsókn á Eyrarbakka í gær. Þar kom hann við á barnvæna markaðinum sem haldinn var í Skrúfunni, grósku- og sköpunarmiðstöð Eyrarbakka og dvalarheimilinu Sólvöllum.

Í lok dags hélt forseti svo á fjórða körfuboltaleikinn í undanúrslitarimmu á milli Þórs Þorlákshafnar og Vals. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Þorlákshöfn og jafnaði Valur þar einvígi liðana og knúði fram oddaleik.

Spyr hvar hann eigi að leggja bílnum

Bíl forsetans var lagt fyrir framan íþróttahúsið eins og við mátti búast en athygli vakti hvernig bílnum var lagt.

Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands segir bílstjóra forsetans hafa fengið þau fyrirmæli að leggja bílnum á þennan stað. Passað hafi verið að hann myndi bakka bílnum til þess að leggja ekki fyrir stæði ætlað fólki með hreyfihömlun. Bílstjórinn hafi þó ekki áttað sig á því að hann hefði staðsett bílinn fyrir framan hleðslustöð vegna mannmergðar.

„Bílstjórinn hringir og spyr: Hvar eigum við að koma, og honum er sagt að koma þarna og leggja þegar forseta er fylgt inn í íþróttahúsið,“ segir Una í samtali við.

Það sé að sjálfsögðu vinnuregla að leggja ekki í eða fyrir stæði ætluð fólki meðhreyfihömlun. Bílstjórinn hefði lagt bílnum þarna samkvæmt leiðbeiningum og í góðri trú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert