„Íslendingar eiga met í notkun geðlyfja á heimsvísu, miðað við höfðatölu. Samfélagshugsunin hér, sem er hentug fyrir lyfjafyrirtækin, er þannig að hægt sé að leysa vanda fólks með pillu. Þetta er einfalt; það er eitthvað að þér í höfðinu og ef þú tekur pillu sem lagfærir það sem er að í höfðinu, hverfur vandinn.“
Þetta segir sálgreinirinn, mannfræðingurinn og rithöfundurinn James Davies.
„Þar að auki græða margir mikið á því að viðhalda lyfjanotkuninni; stóru lyfjarisarnir og ríkið, en því meiri notkun, því meira fé kemur í ríkiskassann í formi skatta frá lyfjafyrirtækjum,“ segir Davies.
Dr. Davies kom til Íslands á dögunum til að halda erindi á Geðhjálparráðstefnu þar sem umfjöllunarefnið var hvort þörf væri á samfélagsbreytingum og breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum.
„Félagslegur og sálrænn stuðningur er ekki veittur hér nema að litlu marki. Því þarf að breyta.“
Ítarlega er rætt við Davies í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.