Leiðtogarnir hafa sameinast í 26 einkaþotur

Sérinnfluttir Audi-bílar á Reykjavíkurflugvelli til að flytja leiðtoga Evrópuráðsríkjanna á …
Sérinnfluttir Audi-bílar á Reykjavíkurflugvelli til að flytja leiðtoga Evrópuráðsríkjanna á fundarstað í Hörpu. Árni/Sæberg

Eftir því sem nær dregur leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku verða fleiri ummerki hans ljós. Undirbúningur fyrir fundinn er í fullum gangi á mörgum vígstöðvum.

Þannig var í gærmorgun búið að koma fyrir fjölda Audi-bíla á Reykjavíkurflugvelli, þar sem einkaþotur koma inn til lendingar með leiðtogana og aðstoðarmenn þeirra. Verða bílarnir notaðir til að flytja leiðtogana á milli staða.

Von er á yfir 40 leiðtogum til fundarins. Alls munu 26 einkaþotur lenda í Reykjavík og Keflavík og dæmi um að allt að fjórir leiðtogar hafi sameinast í eina vél. Þá munu um 20 sendinefndir ríkjanna koma með áætlunarflugi til Keflavíkur. Þær vélar sem munu lenda í Reykjavík verða þar á meðan fundi stendur 16. til 17. maí næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert