Bíl ekið inn í bakaríið á Sauðárkróki

Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun.

Bifreið var ekið inn í Sauðárkróksbakarí laust fyrir klukkan sex í morgun. Mikil mildi er að enginn hafi verið inni í afgreiðslunni þegar að bílnum var ekið í gegnum húsvegg með tilheyrandi tjóni, segir Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri.

Samkvæmt heimildum mbl.is hafði bifreiðinni verið stolið.

Ökumaður var einn í bifreiðinni en slasaðist ekki alvarlega, að sögn Svavars. 

Ekki liggur fyrir hvort einhver starfsmaður bakarísins hafi verið mættur til vinnu.

Svavar segir ekki ljóst á hve mikilli ferð bifreiðin var þegar henni var ekið inn í bakaríið. Leiða má þó líkur að hún hafi verið töluverð.

Mikið tjón hlaust af árekstrinum, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Saga þurfti vegginn til að auðvelda aðgengi að bifreiðinni sem sat föst í miðju bakaríi. Kranabíll hefur nú dregið ökutækið frá vettvangi.

Vatnsleiðslur í húsveggnum rofnuðu þegar að bíllinn keyrði á húsið og lak olía úr ökutækinu. Störfum slökkviliðsins er nú lokið en að sögn Svavars eru iðnaðarmenn nú á vettvangi að vinna við að loka fyrir opið í húsveggnum.

Vatnslögn fór í sundur við og olía lak úr bifreiðinni.
Vatnslögn fór í sundur við og olía lak úr bifreiðinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert