Katrín fundar með forsætisráðherra Portúgal

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og António Costa, forsætisráðherra Portúgal, á alþjóðlegu …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og António Costa, forsætisráðherra Portúgal, á alþjóðlegu hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Lissabon á síðasta ári. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherra Portúgal, António Costa, á morgun. 

Fundurinn verður haldinn í ráðherrabústaðnum og munu forsætisráðherrarnir tveir ræða við blaðamenn að fundi loknum. 

Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa boðað komu sína til landsins, til að sækja leiðtogafund Evrópuráðsins sem verður haldinn í Hörpu í vikunni, frá 16. til 17. maí. 

Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Olaf Scholz, kansl­ari Þýska­lands, eru meðal þeirra leiðtoga sem hafa formlega staðfest komu sína.

Ekki er ljóst hvort Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, muni gera sér ferð til Íslands í vikunni. Hann er nú staddur í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert