Telur að fundurinn verði sögulegur

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að leiðtogafundur Evrópuráðsins verði sögulegur af ýmsum ástæðum.

„Ég held að Reykjavíkuryfirlýsingin, „Reykjavik Declaration“, verði yfirlýsing sem verður vísað til í framtíðinni og fundurinn verði sögulegur af ýmsum ástæðum,“ segir Þórdís.

Fundurinn verður haldinn í Hörpu en í gær hófst fólk handa við að gera húsið tilbúið fyrir viðburðinn. „Við fengum Hörpu afhenta klukkan 18 í dag en starfsfólk Hörpu hefur reyndar verið í allan dag að stilla upp í sölum hússins,“ sagði Ragnar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri leiðtogafundarins, þegar blaðið tók púlsinn á honum í gærkvöldi en Harpa verður lokuð vegna viðburðarins.

Kort/mbl.is

„Stóri salurinn verður settur upp eins og hjá alþjóðastofnunum. Eins og við höfum séð hjá Evrópuráðinu í Strassborg eða hjá Sameinuðu þjóðunum í New York eða Genf. Það verða merkingar fyrir hvert ríki í stóra salnum og á morgun [í dag] verður frágangur á því.“

Ragnar segir að allt sé á áætlun í undirbúningnum fyrir viðburðinn. „Já, undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Við búum að því að eiga þetta frábæra hús, Hörpu, og þar er fagfólk sem hefur mikla þekkingu á skipulagningu á stórum viðburðum. Einnig höfum við unnið með viðburðafyrirtæki. Samstarfið milli ráðuneyta, stofnana og lögreglu hefur verið afburðagott og þar koma stuttar boðleiðir sér vel,“ segir Ragnar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert