Skilaboðin skýr: Samstaða með Úkraínu

Katrin Jakobsdottir sagði skilaboð fundarins til Rússlands vera skýr.
Katrin Jakobsdottir sagði skilaboð fundarins til Rússlands vera skýr. AFP

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist vongóð um árangur af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem nú er að hefjast í Hörpu. Þegar hún gekk inn á fundinn ræddi hún stuttlega við blaðamenn og sagði hún skilaboð fundarins vera skýr: Samstaða með Úkraínu.

Hún var einnig spurð um netárásir í morgun, en rússneskur hakkarahópur hefur lýst ábyrgð á þeim. Sagði hún að árásirnar kæmu ekki á óvart, en að Íslendingar hefðu verið undirbúnir fyrir slíka árás.

Hélt hún því næst inn á fundinn, en eftir skamma stund mun forseti Íslands ávarpa fundargesti og síðar mun Katrín setja fundinn formlega með opnunarávarpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert