41 ríki hafa undirritað yfirlýsingu um tjónaskrá Evrópuráðsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með skránni er áætlunin að skrásetja þann stríðsskaða sem Rússar hafa valdið með innrásinni í Úkraínu.
Þar á meðal voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu.
Nokkrir leiðtogar undirrituðu yfirlýsinguna í gær áður en þeir yfirgáfu landið.
Uppfært 9:05
Katrín sagði í upphafi almennra umræðna á fundinum að nokkur ríki ættu enn eftir að fara nánar yfir yfirlýsinguna áður en þau undirrita hana.
Alþjóðastofnanir og samstarfsríki utan Evrópuráðsins eru búin að undirrita skrána.