Tjónaskráin undirrituð

mbl.is/Kristinn Magnússon

41 ríki hafa undirritað yfirlýsingu um tjónaskrá Evrópuráðsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með skránni er áætlunin að skrá­setja þann stríðsskaða sem Rúss­ar hafa valdið með inn­rás­inni í Úkraínu.

Þar á meðal voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Mark Rutte for­sæt­is­ráðherra Hollands og Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu. 

Mark Rutte for­sæt­is­ráðherra Hollands undirritar tjónaskrána.
Mark Rutte for­sæt­is­ráðherra Hollands undirritar tjónaskrána. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkrir leiðtogar undirrituðu yfirlýsinguna í gær áður en þeir yfirgáfu landið. 

Uppfært 9:05

Katrín sagði í upphafi almennra umræðna á fundinum að nokkur ríki ættu enn eftir að fara nánar yfir yfirlýsinguna áður en þau undirrita hana.

Alþjóðastofnanir og samstarfsríki utan Evrópuráðsins eru búin að undirrita skrána.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert