Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja vil sjá mið-vinstri stjórn í landinu. Hún segist ætla að hætta sem formaður mistakist Samfylkingunni að komast í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. „Mitt verkefni, þegar ég tók við flokknum, var að gera hann stjórntækan. Ef mér tekst ekki að gera það þá hef ég brugðist,” segir Kristrún.
Kristrún er í viðtalið í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Hún segir að erfitt verði fyrir Samfylkinguna að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ef stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið undanfarin ár og áratugi verður óbreytt eftir næstu kosningar þá mun það hamla framförum í svo að segja öllum okkar stóru málaflokkum svo mjög að afar erfitt verður að fara í ríkisstjórn með þeim.
Hún er mun jákvæðari gagnvart samstarfi við Vinstri græn og segir flokkana tvo eiga ýmislegt sameiginlegt. „Ég held að við Katrín séum sammála um margt. Hún er í stöðu þar sem hún kemur ákveðnum hlutum ekki í gegn. Ég held að hún væri betur sett með mig í fjármálaráðuneytinu en Bjarna.”
Hún segist ekki vilja vera í kosningabaráttu með útblásin loforð til þess að fá hærra fylgi á akkúrat réttum tíma og sjá það svo falla. „Ég hef engan áhuga á að fara í ríkisstjórn og fá ráðherratitil vegna fylgis sem ég get ekki staðið undir. Það myndi ekki bara gera mína arfleifð afleita heldur líka flokksins.”