Miklu fleiri lífeyrisþegar fengu ofgreiddan lífeyri á síðasta ári en á árinu á undan og þurfa því að endurgreiða. 49 þúsund manns eru í skuld við Tryggingastofnun við uppgjör ársins og samanburð við skattframtöl. Meðaltal skulda er 164 þúsund krónur. Endurgreiðslurnar hefjast 1. september í haust og er hægt að dreifa þeim á tólf mánuði.
Rúmlega 17% lífeyrisþega, 12 þúsund einstaklingar, eru svo heppin að eiga inneign hjá Tryggingastofnun og er meðaltalið 215 þúsund á mann.
Þeir sem þurfa að endurgreiða eru 74% allra lífeyrisþega en á árinu á undan var sama hlutfall 51%. Fjölgunin er, samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar, einkum rakin til hás verðbólgu- og vaxtastigs sem hefur haft áhrif á lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.