Fjármagnstekjur rugluðu tekjuáætlanir

Margir lífeyrisþegar hrökkva við þessa dagana þegar þeir fá rukkun …
Margir lífeyrisþegar hrökkva við þessa dagana þegar þeir fá rukkun frá Tryggingastofnun vegna ofgreidds lífeyris á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ástæðan fyrir því að 49 þúsund lífeyrisþegar fengu ofgreitt frá Tryggingastofnun á síðasta ári og hafa nú fengið bakreikning eru auknar fjármagnstekjur sem fólk hefur ekki gert ráð fyrir í tekjuáætlunum til stofnunarinnar.

Í tekjuáætlunum sem byggðar eru á skattframtölum síðasta árs og upplýsingum frá lífeyrisþegum var gert ráð fyrir 12 milljörðum í fjármagnstekjur í heildina en samkvæmt skattframtölum ársins reyndust þessar tekjur nærri því þrefalt meiri, eða um 30 milljarðar. Aukin verðbólga og hækkun vaxta á þátt í aukningunni.

49 þúsund af alls 67 þúsund lífeyrisþegum fengu ofgreitt á síðasta ári og fá því rukkun núna þegar farið hefur verið yfir skattframtöl og réttindi fólks borin saman við greiðslur á árinu. Er þetta gífurleg fjölgun frá árinu á undan. Meðalskuld þeirra sem skulda er tæplega 164 þúsund krónur. 12 þúsund einstaklingar eiga aftur á móti inneign, að meðaltali 215 þúsund. Aðeins um sex þúsund lífeyrisþegar koma út á sléttu.

Vantar meiri upplýsingar um fjármagnstekjur

Kerfið er þannig upp byggt að Tryggingastofnun (TR) gerir tillögu að tekjuáætlun sem byggist á upplýsingum frá skattyfirvöldum og upplýsingum frá lífeyrisþegum og sendir lífeyrisþegum um hver áramót. Fólk er hvatt til að skoða áætlunina og gera breytingar, ef það telur þörf á. Ef engar athugasemdir berast er áætlunin lögð til grundvallar greiðslum. Sigurjón Skúlason, verkefnisstjóri uppgjörs hjá TR, segir að stofnunin sé einnig með samtímaeftirlit yfir árið með því að bera upplýsingar um staðgreiðslu frá Skattinum saman við tekjuáætlanir. Ef tekjurnar hækka sé áætlunin uppfærð.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert