Ferðamaður gisti í fangageymslu

Ferðamanninum var boðið að sofa úr sér í fangageymslu.
Ferðamanninum var boðið að sofa úr sér í fangageymslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferðamaður, sem ekki með nokkru móti gat tjáð lögreglu hvar hann dveldi, var boðin gisting í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tilkynnt var um manninn sökum annarlegs ástands hans rétt fyrir klukkan sex í morgun. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Um hálf sjö í morgun var maður handtekinn vegna vopnalagabrots í hverfi 108. Afsalaði hann sér vopninu og var málið afgreitt á staðnum. 

Á Seltjarnarnesi var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi klukkan hálf ellefu fyrir hádegi. Var honum ekið til síns heima.

Þrír menn á leið til vinnu í Garðabæ stöðvaðir í morgun. Reyndist þeir ekki vera með atvinnuleyfi.

Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði vegna ástands og skemmdarverka. Gistir hann í fangageymslu.

Í Kópavogi voru skráningarnúmer tekin af fjórum bifreiðum þar sem tryggingar voru ógreiddar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert