Umferðarþungi bíði íbúa í Skerjafirði

Þétting byggðar mun valda umferðartöfum í Reykjavík á næstu 10 …
Þétting byggðar mun valda umferðartöfum í Reykjavík á næstu 10 árum. Umferðarmagn um Hringbraut er komið að þolmörkum. mbl.is/Árni Sæberg

Lík­legt er að allt að 20 þúsund bíl­ar muni fara um Ein­ars­nes í Skerjaf­irði á sól­ar­hring eft­ir að ný íbúðabyggð verður ris­in þar. Þetta er mat Þór­ar­ins Hjalta­son­ar, sam­göngu­verk­fræðings. Að hans mati er það mjög mik­il um­ferð fyr­ir tveggja ak­reina götu. 

Hann seg­ir að til sam­an­b­urðar megi jafna þessu við um­ferðar­magnið á Bú­staðavegi aust­an við Háa­leit­is­braut að Reykja­nes­braut.

Um­ferð um Hring­braut muni einnig vaxa mikið sam­hliða þétt­ingu byggðar í öðrum hverf­um, um allt að fimmt­ung vest­an Snorra­braut­ar. „Það er ekki fyr­ir­huguð nein aukn­ing á flutn­ings­getu gatna­kerf­is­ins. Það gef­ur því auga leið að um­ferðarástandið á eft­ir að versna enn frek­ar,“ seg­ir Þór­ar­inn í sam­tali við mbl.is.

Þétt­ing byggðar eyk­ur um­ferð

Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir hina nýju íbúðabyggð í Skerjaf­irði er að hefjast. Þór­ar­inn seg­ir að stefna sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu um þétt­ingu byggðar auki um­ferð á þeim svæðum sem verið er að byggja á í dag.

„Því miður mun Borg­ar­lín­an og end­ur­bæt­ur á strætó­kerf­inu eng­an veg­inn duga til að hamla neitt að ráði gegn þess­ari aukn­ingu.“

Í um­ferðarspá til árs­ins 2034 sé gert ráð fyr­ir að ferðir með bíl­um fram til þess tíma muni aukast um 40%. Áform um aukna ferðatíðni í al­menn­ings­sam­göng­um og nýj­ar sérak­rein­ar muni aðeins minnka bílaum­ferð um 2% á næsta ára­tug eða svo. Aukn­ar vin­sæld­ir hjól­reiða, sem séu hið besta mál, hafi held­ur ekki mikið að segja þrátt fyr­ir lagn­ingu nýrra hjól­reiðastíga.

„Þetta dug­ar eng­an veg­inn til og skýr­ing­in er ein­fald­lega mik­il bíla­eign á Íslandi, ekki síst á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir Þór­ar­inn.

Hann seg­ir að reynsla er­lend­is frá renni stoðum und­ir að al­menn­ings­sam­göng­ur eigi erfitt með að keppa við einka­bíl­inn þar sem bíla­eign er mik­il. Í er­lend­um borg­um, til dæm­is í miðborg London og í Stokk­hólmi, hafi verið tek­in upp svo­kölluð tafa­gjöld til að tak­marka um­ferð en Þór­ar­inn seg­ir að það sé væg­ast sagt mjög óvin­sælt.

„Ég leyfi mér að vara við því til að draga veru­lega úr vænt­an­legri aukn­ingu á bílaum­ferð.“

Þórarinn segir auknar vinsældir hjólreiða, sem séu hið besta mál, …
Þór­ar­inn seg­ir aukn­ar vin­sæld­ir hjól­reiða, sem séu hið besta mál, hafi ekki mikið að segja þrátt fyr­ir lagn­ingu nýrra hjól­reiðastíga. mbl.is/​Hari

Sveit­ar­fé­lög á villi­göt­um

Kjörn­ir full­trú­ar eru á vill­u­göt­um miðað við áform sem lagt var upp með í svæðis­skipu­lagi höfuðborg­ar­svæðis­ins um þétt­ingu byggðar að mati Þór­ar­ins. Þar hafi Reykja­vík verið fremst í flokki.

Þétt­ing­in skap­ar fleiri vanda­mál varðandi sam­göng­ur en hún leys­ir. Það er ósk­hyggja að bílaum­ferð muni standa í stað eða minnka,“ seg­ir Þór­ar­inn. Hann tel­ur þó að um­bóta sé þörf í al­menn­ings­sam­göngu­kerf­inu, einkum með því að auka ferðatíðni utan álags­tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert