„Enginn vill bera ábyrgð“

Hömluleysið á húsnæðismarkaði er rót verðbólgunnar í dag að sögn …
Hömluleysið á húsnæðismarkaði er rót verðbólgunnar í dag að sögn Kristrúnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er 10% verðbólga, vext­ir nálg­ast 9% og eng­inn vill bera ábyrgð. Eitt stærsta vanda­mál okk­ar tíma er van­traust og van­trú í garð stjórn­mála­manna. Þetta sagði Kristrún Frosta­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í ræðu sinni um stöðuna í efna­hags­mál­um á Alþingi í dag.  

Í ræðu sinni sagði Kristrún Íslend­inga finna fyr­ir brest­um víða. Það væri sama hversu oft ráðherr­ar þyldu upp töl­fræði um kaup­mátt ráðstöf­un­ar­tekna og ýmsa mæli­kv­arða á tekju­jöfnuð, brest­ir hafa mynd­ast víða í vel­ferðar­kerf­inu og al­menn­ingu finn­ur fyr­ir brest­um á hús­næðismarkaði. 

Meðal­hús­næði kost­ar í dag 14-fald­ar meðalráðstöf­un­ar­tekj­ur í land­inu sam­an­borið við átt­fald­ar tekj­ur á síðasta ára­tug. Sagði Kristrún þetta verða helstu ástæðu þess að vaxta­hækk­an­ir séu svona sárs­auka­full­ar, fólk skuldi meira í hús­næði sínu því hvert pró­sentu­stig vegi þyngra. Hömlu­leysið á hús­næðismarkaði er rót verðbólg­unn­ar í dag að mati Kristrún­ar. 

Fyr­ir­heit brost­in 

Þá sagði Kristrún rík­is­stjórn­ina hafa brugðist því að tryggja hús­næðis­ör­yggi fólks. Miðað við fjár­mála­áætl­un til næstu ára sé ljóst að öll fyr­ir­heit um stór­kost­lega upp­bygg­ingu í hús­næðismál­um séu brost­in. 

Jafn­framt sagði Kristrún samn­ings­leysi við sér­fræðilækna hafa kallað margra millj­arða króna auka­reikn­inga yfir viðkvæm­asta hóp­inn í land­inu. Fólk þurfi nú að borga fyr­ir ör­yggi sitt úr eig­in vasa, sem síðan birt­ist í aukn­um launakröf­um. 

Kristrún sagði rík­is­stjórn­ina eft­ir­láta ókjörn­um emb­ætt­is­mönn­um í Seðlabank­an­um ein­um að taka risa­stór­ar ákv­arðanir sem hafa veru­leg áhrif á dag­legt líf fólks í stað þess að taka ábyrgð. En þó Seðlabank­inn hafi það hlut­verk að tryggja verðstöðug­leika þá hafi hann tak­mörkuð tól til þess að tryggja jöfnuð í land­inu. 

Að lok­um sagði Kristrún að á næstu dög­um myndi Sam­fylk­ing­in leggja fram til­lög­ur um vaxta­bæt­ur og að Sam­fylk­ing­in hafi ít­rekað beðið rík­is­stjórn­ina um að setj­ast niður með verka­lýðshreyf­ing­unni til þess að út­færa tíma­bundna leigu­bremsu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert