Land Rover innkallaði 111.746 bíla

Land Rover, hugsaðu þig tvisvar um áður en þú leggur …
Land Rover, hugsaðu þig tvisvar um áður en þú leggur honum innandyra, skrifaði bandaríska tæknivefsíðan CNET árið 2021. Ljósmynd/Aðsend

Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, National Highway Traffic Association, greindi frá því í ágúst 2021 að Land Rover-verksmiðjurnar þar í landi, Jaguar Land Rover North America, LLC, hefðu innkallað alls 111.746 bifreiðar af gerðunum Range Rover Sport og LR4 vegna eldhættu.

Var þar um að ræða bifreiðar frá tveimur verksmiðjum sem nánar má lesa um í tilkynningu sem lögð er við neðan við fréttina en þar er enn fremur greint frá framleiðsludagsetningum.

Fram kemur í gögnum innköllunarinnar að hún komi til af galla í eldsneytisleiðslu sem geri það að verkum að leiðslan geti rofnað fyrirvaralaust í vélarrými bifreiðanna með verulegri eldhættu.

„Ef þú átt árgerð 2010 – 2013 eða 2010 – 2016 [sundurgreint eftir Range Rover Sport eða LR4] óska ég þér í fyrsta lagi til hamingju með að halda bílnum gangandi svona lengi en bendi í öðru lagi á að hætt er við að kvikni í bílnum svo þú ættir kannski ekki að leggja honum innandyra,“ skrifar Kyle Hyatt, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri, bandarísku tæknivefsíðunnar CNET, einnig í ágúst 2021 þar sem hann fjallar um innköllunina.

Kveður hann lausnina einfalda, aðeins þurfi að skipta um eldsneytisleiðsluna eða hluta hennar og þá sé málið úr sögunni.

Vefsíðan car-recalls.eu greinir svo frá því í apríl í fyrra að 1.970 Land Rover Discovery-bifreiðar af framleiðsluárgerðum 2018 og 2019 hafi verið innkallaðar þar sem eldsneytisleiðslur þeirra gætu hafa verið staðsettar ranglega í vélarrými og gætu af þeim sökum rofnað.

Tilkynning NHTSA

Frétt CNET

Tilkynning car-recalls.eu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert