Ekkert bólar á breytingum á ráðherraskipan

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist ekki vera búinn að fá nein skilaboð enn um að taka saman á skrifborði sínu.

Þegar rík­is­stjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við í lok nóv­em­ber árið 2021 var Jón sett­ur dóms­málaráðherra til 18 mánaða og átti Guðrún Hafsteinsdóttir, odd­viti sjálf­stæðismanna í Suður­kjör­dæmi, að taka við embætt­inu af Jóni.

Guðlaugur Þór fer ekki fet

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðiflokksins, hefur haldið spilunum þétt að sér og segist greina frá framvindu mála þegar þar að kemur.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, fór gegn formanni sínum á landsfundi flokksins í haust en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann segist þó ekki vera að fara neitt, allra síst til Washington eins og einhver orðrómur hefur verið um.

Mbl.is ræddi við þá Jón og Guðlaug Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert