Sér ekki fyrir sér að slíta stjórnmálasambandi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum að taka ákvörðun um að leggja starf­semi okk­ar niður í Moskvu vegna þess að for­send­ur fyr­ir því að reka sendi­ráð þar eru gjör­breytt­ar,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is. 

Ut­an­rík­is­ráðuneytið greindi frá því í dag að starf­semi sendi­ráðsins í Rússlandi verði hætt frá og með 1. ág­úst næst­kom­andi. Þá yrðu þær kröf­ur gerðar að starf­semi sendi­ráðs Rúss­lands á Íslandi verði sömu­leiðis dreg­in sam­an. 

Spurð hvort ut­an­rík­is­ráðuneytið væri að reka sendi­herra Rúss­lands, Mik­haíl Noskov, úr landi sagði Þór­dís að svo væri ekki. „Í krafti gagn­kvæmni, sem al­mennt er gert ráð fyr­ir í diplóma­tísk­um sam­skipt­um, ger­um við þá kröfu að þau minnki um­svif sín hér, bæði í starfs­manna­fjölda og sömu­leiðis að sendi­ráðinu hér sé ekki stýrt af sendi­herra,“ seg­ir Þór­dís. 

Hvað var drop­inn sem fyllti mæl­inn? Af hverju eru þið í þess­um aðgerðum núna?

„Ég hef verið spurð mjög oft, allt frá því í lok fe­brú­ar á síðasta ári, um starf­semi sendi­ráðsins hér og um veru sendi­herr­ans hér. Þá hef ég bent á það að þær aðgerðir sem í raun öll lönd í kring­um okk­ur hafa farið í, þar að segja að senda fólk heim, kalla fólk heim. Því er al­mennt svarað af gagn­kvæmni. Í okk­ar til­felli væri okk­ar starf­semi hætt, því við erum með ör­fáa starfs­menn í Moskvu. Ég hef alltaf sagt að þá ákvörðun þurfi íhuga al­menni­lega og vanda til verka,“ seg­ir Þór­dís. 

Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Moskvu og Mík­haíl …
Árni Þór Sig­urðsson er sendi­herra Íslands í Moskvu og Mík­haíl Noskov sendi­herra Rúss­lands á Íslandi. Sam­sett mynd

For­send­ur brostn­ar

Þór­dís seg­ir að for­send­ur þess að reka sendi­ráð í Moskvu séu brostn­ar og ekki sé út­lit fyr­ir að for­send­ur breyt­ist í ná­inni framtíð.

„Við leggj­um þá starf­semi niður án þess að slíta stjórn­mála­sam­bandi við Rúss­land og án þess að loka sendi­ráðinu að form­inu til. Þannig að ef að aðstæður breyt­ast er hægt að hefja starf­semi að nýju,“ seg­ir Þór­dís. 

Hún seg­ir sam­skipti Íslands í al­gjöru lág­marki nú þegar. Hún bend­ir á að Ísland sé með sendi­ráð í 18 höfuðborg­um. „Þau eru ekki fleiri en það. Þegar við tök­um ákvörðun um að opna eða viðhalda starf­semi í höfuðborg þá lít­um við meðal ann­ars til viðskipta­legra, menn­ing­ar­legra og stjórn­mála­legra tengsla,“ seg­ir Þór­dís. Þessi sam­skipti séu í al­gjöru lág­marki núna.

„Við erum með tengsl við alls kon­ar ríki“

Spurð hvort komi til greina að ganga lengra og slíta stjórn­mála­sam­bandi við Rúss­land al­farið seg­ir Þór­dís að það sé ekki á dag­skrá. 

„Ekk­ert þeirra ríkja sem við ber­um okk­ur sam­an við hef­ur gert það. Ég hef alltaf haldið því til haga að við erum ekki ein­göngu með stjórn­mála­leg tengsl við líkt þenkj­andi ríki eða ríki þar sem við eig­um í góðum sam­skipt­um við. Við erum með tengsl við allskon­ar ríki. Ég sé ekki fyr­ir mér að slíta stjórn­mála­tengsl við Rúss­land frek­ar en við önn­ur lönd í kring­um okk­ur,“ seg­ir Þór­dís. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert