Betra veður á Austurlandi en á Tenerife

Hér má sjá svipmyndir frá Tene og Austurlandi til samanburðar.
Hér má sjá svipmyndir frá Tene og Austurlandi til samanburðar. Samsett mynd

Gangi spár eftir verður betra veður á Austurlandi næstu daga, en á spænsku eyjunni Tenerife. 

Þetta kemur fram í pistli á veðurvefnum Blika.is. Veðurspáin fyrir næstu daga er að sögn Sveins Gauta Einarssonar veðurfræðings, „ótrúlega góð.“

Best fyrir austan

Hæð suður af landinu heldur áfram að dæla til okkar hlýju lofti. Henni fylgir hægviðri víðast hvar. Eftir sem áður verður besta veðrið á Norðaustur- og Austurlandi. Sunnan og Vestanlands blæs vindur öllu jöfnu af hafi með því fylgir skýjahula og kaldara loft. Þó má gera ráð fyrir að góðir dagar komi inni á milli.“

Með pislinum birtist mynd sem sýnir veðurspá fyrir tjaldsvæðið á Stóra-Sandfeli í Skriðdag fyrir næstu viku. Sú spá er hreint ótrúleg, en samkvæmt henni verður þar hiti yfir 20 stig á hádegi alla daga. Engin úrkoma er í kortunum, meira og minna léttskýjað og hægur vindur. 

Kort/Blika

Austurlandið fær fleiri stig en Tene

Frá því árið 2020 höfum við reiknað út veðurstig. Veðurstigin segja til um gæði veðursins að okkar mati. Stigin sjást hvergi á Bliku, en þau eru notuð til þess að ákvarða besta veður hvers dags og till að raða tjaldsvæðum í veðurröð. Frá því við byrjuðum þennan útreikning sumarið 2020 hefur aldrei reiknast hærra skor fyrir neinn stað, þ.e. betra veður fyrir vikulangt tímabil heldur en á Stóra-Sandfelli í næstu við. Það voru þó vikur árið 2021 sem koma nærri og stakir dagar sem hafa verið betri,“ segir í pistlinum. 

Veðurfræðingarnir tóku sig saman og reiknuðu til gamans veðurstig fyrir sömu daga, eða 14. til 19. júní, miðað við veðurspána á Tenerife. Þá spá má sjá hér fyrr neðan. 

Kort/Blika

Á Tenerife er eins og nánast alltaf ljómandi fínt veður næstu daga. Sól og blíða og hámarkshiti dagsins 24 - 26°. Hafa verður í huga að YR sýnir hæsta hita hvers dags en á Bliku sést hiti á hádegi. Hámarkshita er spáð frá 23° til 26° þessa sömu daga.

Niðurstaða veðurstigaútreikninganna er sú að veðrið verður klárlega betra í Stóra-Sandfelli en á Tenerife sé miðað við þessar spár. Meðalhiti dagsins er hærri á Tenerif en skýjahula , vindhraði og úrkoma draga eyjuna á Kanarí niður. Ótrúlegt en satt. Það verður þó að hafa í huga að þetta eru eingöngu spár. Það mó þó slá því föstu að óvenjugott sumarveður verði Austanlands næstu daga.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert