Samstaða ríkir um seinkun skóladags

Niðurstöður svefnrannsókna og álit borgarfulltrúa, kennara og nemenda ýta undir …
Niðurstöður svefnrannsókna og álit borgarfulltrúa, kennara og nemenda ýta undir að seinkun skóladags verði hrint í framkvæmd. mbl.is/Hari

Til­laga borg­ar­stjóra um út­færslu á seink­un á upp­hafi skóla­dags grunn­skóla í Reykja­vík hef­ur verið samþykkt. Í til­lög­unni er skóla- og frí­stunda­sviði falið að leggja grunn að breiðu sam­ráði um áhuga­verðustu og bestu leiðir til að seinka upp­hafi skóla­dags í grunn­skól­um Reykja­vík­ur.

Í til­lög­unni seg­ir að við út­færslu seink­un­ar upp­hafs skóla­dags verði horft til ólíkra val­kosta og leiða sem í boði eru, þar á meðal til ný­legra rann­sókn­arniðurstaðna um áhrif á upp­haf skóla­dags á svefn.

Sterk­ar for­send­ur og samstaða um seink­un skóla­dags

Sterk­ar for­send­ur eru fyr­ir seink­un upp­hafs skóla­dags grunn­skóla­barna og hef­ur hug­mynd­in nú þegar fengið tals­verðan hljóm­grunn hjá borg­ar­stjórn­ar­full­trú­um, sér­fræðing­um, kenn­ur­um og nem­end­um grunn­skóla Reykja­vík­ur.

Sterk­ar for­send­ur eru fyr­ir seink­un upp­hafs skóla­dags grunn­skóla­barna og hef­ur hug­mynd­in nú þegar fengið tals­verðan hljóm­grunn hjá borg­ar­stjórn­ar­full­trú­um, sér­fræðing­um, kenn­ur­um og nem­end­um grunn­skóla Reykja­vík­ur.

Í fund­ar­gerð borg­ar­ráðs koma fram sjón­ar­mið tveggja áheyrn­ar­full­trúa sem lýsa stuðningi sín­um við seink­un­ina. Borg­ar­ráðsful­trúi sósí­al­ista­flokks Íslands bend­ir á still­ingu klukk­unn­ar á Íslandi og nei­kvæðar af­leiðing­ar nú­ver­andi fyr­ir­komu­lags. „Þegar klukk­an er 8:00 sam­kvæmt op­in­ber­um tíma hér­lend­is er hún í raun 7:00, og jafn­vel má færa rök fyr­ir því að hún sé 06:00. Í raun lifa Íslend­ing­ar á vit­laus­um tíma sem hlýt­ur að hafa áhrif á svefn­gæði,“ seg­ir í bók­un­inni.

Þá vís­ar áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins til svefn­rann­sókna sem sýnt hafi fram á áhrif svefns á heilsu barna og hvet­ur til þess að verk­efn­inu verði hrint í fram­kvæmt við fyrsta tæki­færi.

Við gerð til­lög­unn­ar var sér­stak­lega horft til ný­legr­ar ís­lenskr­ar rann­sókn­ar sem kannaði áhrif seink­un­ar skóla­dags á klukkuþreytu barna á grunn­skóla­aldri. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýna fram á al­menna ánægju bæði nem­enda og kenn­ara með seinni skóla­byrj­un.

Betri svefn ung­linga í Reykja­vík – áhrif seink­un­ar skóla­byrj­un­ar á svefn ung­linga er heiti rann­sókn­ar­inn­ar sem höfð var til hliðsjón­ar við gerð til­lög­unn­ar. Rann­sókn­in, sem er meist­ara­verk­efni Ágústu Dan Árna­dótt­ur við Há­skól­ann í Reykja­vík, var unn­in í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg, Betri svefn og embætti land­lækn­is.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert