Frekjur eiga ekki að stýra áfengisumgengni

Sigurður Ingi vill beita sér fyrir breytingum á áfengislöggjöfinni.
Sigurður Ingi vill beita sér fyrir breytingum á áfengislöggjöfinni. mbl.is/Hákon Pálsson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hyggst beita sér fyr­ir breyt­ing­um á áfeng­is­lög­gjöf­inni á næsta þingi. Seg­ir hann óþolandi að frek­ir markaðsaðilar hafi nýtt sér óljóst reglu­verk um net­verslu til að stjórna því hvernig Íslend­ing­ar um­gang­ist áfengi. 

„Það þýðir ekki að berja höfðinu í stein. Þegar við erum með net­versl­un með áfengi sem er leyfð er­lend­is en má túlka sem svo að sé bönnuð hér heima þá þurf­um við að búa til reglu­verk sem við erum sátt við. Sem tek­ur að ein­hverj­um leyti á lýðheilsu­sjón­ar­miðum en tek­ur einnig mið af nýrri tækni og nýrri menn­ingu,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Sumir telja að aðgengi að áfengi aukist með komu netverslana.
Sum­ir telja að aðgengi að áfengi auk­ist með komu net­versl­ana. mbl.is/​​Hari

Ekki á móti net­versl­un­inni 

Hann seg­ist því ekki á móti net­versl­un með áfengi en vilji skýr­ara reglu­verk. „Ég aðhyll­ist ekki hið óhefta frelsi en ég vil gjarn­an setja reglu­verk í kring­um þetta,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Hann tel­ur það mik­il­vægt í ljósi þess að hvarvetna hafa sprottið upp net­versl­an­ir með áfengi í skjóli óvissu með reglu­verk. 

„Mér finnst al­gjör­lega óþolandi að ein­hverj­ir frek­ir aðilar á markaði stjórni reglu­verk­inu og verklag­inu með það hvernig Íslend­ing­ar um­gang­ast áfengi eða aðra hluti,“ seg­ir Sig­urður.     

Hann seg­ir ótíma­bært að segja nán­ar til um út­færslu nýs reglu­verks. Það þurfi að skoða nán­ar. 

Hef­ur ekki lýst skoðun sinni hingað til 

Frum­varp Jóns Gunn­ars­son­ar, dóms­málaráðherra, sem tek­ur á net­versl­un með áfengi fékk ekki fram­göngu þegar það var kynnt í rík­is­stjórn­inni í vet­ur. Sig­urður Ingi seg­ist ekki hafa verið viðstadd­ur þegar tek­in var ákvörðun um að setja málið á bið. Hann kunni því ekki skýr­ing­ar á því hvers vegna það var gert. 

„Ég var ekki á fund­in­um og hef ekki lýst skoðun minni á þessu máli hingað til,“ seg­ir Sig­urður Ingi. 

Helstu ástæður þess að frum­varpið var ekki samþykkt í rík­is­stjórn er sögð afstaða Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna til þess. Sig­urður Ingi seg­ir að svo geti vel verið. 

„Það eru skipt­ar skoðanir inn­an þing­flokks­ins og flokks­ins. Sum­ir vilja ganga mjög langt í lýðheilsu­átt en aðrir ganga mjög langt í aukið frelsi í þess­um efn­um. Enda er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn miðju­flokk­ur og þar rúm­ast marg­ar skoðanir,“ seg­ir Sig­urður Ingi.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert