Lúsmýið er mætt

Lúsmýið er á vappi fram í ágústlok og er mest …
Lúsmýið er á vappi fram í ágústlok og er mest áberandi þar sem er mikið skjól. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gísli Már Gísla­son, pró­fess­or emer­it­us í vatna­líf­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir lús­mýið vera komið á ról og tíma­bilið hafið. 

„Það pass­ar al­veg við tím­ann að fólk hafi orðið vart við þær, en þessi teg­und af flug­un­um sem bít­ur fólk fer að klekj­ast út um miðjan júní og eru þær á vappi fram í ág­ústlok."

Góða veðrið hjálp­ar lús­mý­inu

Gísli seg­ir teg­und­ina sem bít­ur fólk og spen­dýr, Culicoi­des recondies, vera um allt land nema á Vest­fjörðum, Norðaust­ur­landi og Aust­fjörðum.

„Það er núna mikið logn og hlý­indi á land­inu, sem þarf til að flug­urn­ar geti flogið, en ég hef heyrt að þær hafi verið að láta vita af sér í Gríms­nes­inu og á Blönduósi."

Hér má sjá bit eftir lúsmý.
Hér má sjá bit eft­ir lús­mý. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Gömlu góðu for­varn­irn­ar

Aðspurður hvað lands­menn geti gert til að verj­ast lús­mý­inu seg­ir Gísli að gömlu góðu for­varn­irn­ar virki best. „Ef fólk er á á svæðum þar sem er mikið logn þarf bara að passa að loka glugg­um og vera með vift­una í gangi til að þær geti ekki flogið."

Hann hvet­ur til þess að bera á sig sprey sem fæl­ir flug­urn­ar í burtu, en seg­ir að ákveðinn skort­ur sé í ís­lensk­um apó­tek­um á góðum krem­um sem hægt sé að bera á bit­in. 

„En það að láta spreya eitri í sum­ar­bú­staðina er eins og að kasta pen­ing­um á glæ."

Þá seg­ir Gísli að lands­menn þurfi að læra að lifa með lús­mý­inu. „Mín reynsla er sú að mann klæj­ar ekki jafn mikið og fyrst eft­ir að maður hef­ur verið bit­inn nokkr­um sinn­um og þessi teg­und er ekki jafn slæm og bit­mýið sem er við vötn."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert