Körfuboltakörfur fjarlægðar af borginni 17. júní

Verktakar sem vinna fyrir Reykjavíkurborg mættu í dag og fjarlægðu …
Verktakar sem vinna fyrir Reykjavíkurborg mættu í dag og fjarlægðu körfurnar. Ljósmynd/Aðsend

Körfu­bolta­körf­ur við Selja­skóla voru fjar­lægðar í dag af frum­kvæði Reykja­vík­ur­borg­ar vegna kvart­ana ná­granna í grennd við skól­an yfir hávaða frá ung­menn­um sem spila gjarn­an körfu­bolta á skóla­lóðinni fram eft­ir kvöldi. 

Þetta seg­ir Ein­ar Gutt­orms­son, íbúi við Selja­skóla í Breiðholti, í sam­tali við mbl.is en hann seg­ist ósátt­ur með að nokkr­ar hávaða kvart­an­ir skemmi fyr­ir þeim sem vilja njóta þess að spila körfu­bolta. Þetta er annað árið í röð sem að körf­urn­ar eru fjar­lægðar yfir sum­arið.

Körfu­bolt­inn aldrei truflað Ein­ar

Körfuboltakörfurnar við Seljaskóla voru fjarlægðar í dag á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Körfu­bolta­körf­urn­ar við Selja­skóla voru fjar­lægðar í dag á sjálf­an þjóðhátíðardag­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Hann bend­ir á að hann búi nærst körfu­bolta­vell­in­um miðað við allra aðra í hverf­inu og tek­ur fram að hávaði frá vell­in­um hafi nán­ast aldrei truflað hann né fjöl­skyldu hans.

„Ég reiknaði al­veg með því að það yrði hávaði í kring­um skól­ann ann­ars hefði ég aldrei flutt þangað. Að því leyt­inu til finnst mér þetta mjög skrítið.“

Hann seg­ir að skóla­lóðin hafi verið tek­in í gegn fyr­ir fjór­um árum síðan og að þá hafi körfu­bolta­vell­irn­ir verið sett­ir upp. 

Bitn­ar á öðrum krökk­um

„Það er oft stemm­ing í kring­um þessa körfu­bolta­velli. Það voru ung­ling­ar sem voru farn­ir að vera þarna fram á kvöld og kannski nótt með tónlist að spila körfu­bolta og kannski smá hávaði frá því.

Mér finnst það samt skjóta skökku við að eina leiðin til að fyr­ir­byggja það er að taka niður körf­urn­ar því það er fullt af öðrum krökk­um sem hafa verið að nota þessa körfu­bolta­velli og þetta bitn­ar bara á þeim.“

Aðspurður seg­ir Ein­ar ekki kann­ast við það að önn­ur aðferð hafi verið prufuð fyrst til að sporna gegn hávaðanum áður en gripið var til þess að fjar­lægja körf­urn­ar.

Borg­ar­ráð tók ein­hliða ákvörðun

Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég skil al­veg þá sem eru að kvarta. Ein­hverj­ir voru bún­ir að tala við hús­vörðinn í skól­an­um sem sendi þetta til borg­ar­ráðs. Borg­ar­ráð tók síðan ein­hliða ákvörðun án þess að tala við íbúa hverf­is­ins um það hvort það ætti að taka þetta niður eða ekki.“

Hann von­ast til þess að það verði fund­in lausn á þessu máli og tek­ur fram að ýms­ir íbú­ar hafi sent er­indi á borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur til að fá þessu breytt.

„Það var ein­hver verktaki fyr­ir borg­ina sem var að vinna í þessu í dag en það er mjög tákn­rænt að þetta sé tekið niður á sautjánda júní. Þetta er ekki beint eitt­hvað neyðar­til­felli. Ein­mitt á þeim degi þegar all­ir eiga að vera úti að leika sér.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert