Guðrún verður ráðherra á morgun

Guðrún Hafsteinsdóttir verður nýr dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir verður nýr dómsmálaráðherra. mbl.is/Óttar

Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni.

Þetta kynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á þing­flokks­fund­i Sjálf­stæðis­flokks­ins sem lauk í Valhöll þegar klukkuna vantaði um kortér í eitt nú áðan.

Jón Gunnarsson verður óbreyttur þingmaður, en ekki hefur verið ákveðið hvort hann muni taka við formennsku efnahags- og viðskiptanefndar af Guðrúnu Hafsteinsdóttur.

Boðað hef­ur verið til rík­is­ráðsfund­ar á Bessa­stöðum á morg­un, þar sem ráðherra­skiptin fara fram.

Guðrún Hafsteinsdóttir fyrir þingflokksfundinn í Valhöll í dag.
Guðrún Hafsteinsdóttir fyrir þingflokksfundinn í Valhöll í dag. mbl.is/Óttar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert