Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni.
Þetta kynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem lauk í Valhöll þegar klukkuna vantaði um kortér í eitt nú áðan.
Jón Gunnarsson verður óbreyttur þingmaður, en ekki hefur verið ákveðið hvort hann muni taka við formennsku efnahags- og viðskiptanefndar af Guðrúnu Hafsteinsdóttur.
Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun, þar sem ráðherraskiptin fara fram.