Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, segir ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer í sveitarfélaginu. Innviðir og efling öryggisviðbragða verði að fylgja þeim fjölda fólks sem sækir sveitarfélagið heim. Segir hann öryggismál hvíla þungt á fólki.
„Ef slys verður í Öræfum, þá getur sjúkrabíllinn verið kominn 150 kílómetra í burtu frá Hornafirði og jafnvel enginn læknir eftir í bænum.“
Björgunarsveitir á svæðinu eru öflugar en innviðirnir undir miklu álagi.
Hótel og gististaðir taka jafn marga gesti í gistingu og nemur íbúafjölda sveitarfélagsins, um 2.500 manns.