Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hún muni stíga fast til jarðar í málefnum útlendinga. Þá reiknar hún með því að leggja lögreglufrumvarpið fram óbreytt á ný.
Jón Gunnarsson, sem lét af embætti dómsmálaráðherra í dag, hefur ekki haft erindi sem erfiði með að koma þessum tveimur málum í gegnum þingið.
Guðrún segist aðspurð sjá fyrir sér að gera tilraun til að leggja fram lögreglufrumvarpið óbreytt á ný.
„Ég mun skoða það en það verður væntanlega lagt fram aftur, já.“
Forveri þinn í embætti hefur sagt að útlendingamálin séu stjórnlaus, ertu sammála því?
„Útlendingamálin eru þung og mjög brýn og eru farin að reyna verulega á öll okkar kerfi. Það er áhyggjuefni þannig að það þar þarf að stíga fast til jarðar og það þarf að taka ákvarðanir, það er ljóst.“