Málefni útlendinga vega þyngst

Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag.
Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag. mbl.is/Óttar

„Verkefnin eru fjölmörg og stór og því er ekki annað í boði en að bretta upp ermar og nýta tímann vel það sem eftir lifir kjörtímabilsins,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag.

Hvaða málum hyggst þú beita þér fyrir sem ráðherra?

„Þeir málaflokkar sem ég legg hvað mesta áherslu á eru málefni útlendinga, löggæslan og Landhelgisgæslan. Einnig legg ég áherslu á að bæta réttarstöðu þolenda kynferðisofbeldis og á endurbætur í fangelsismálum,“ segir Guðrún og bætir við að útlendingamálin sé sá málaflokkur sem vegi einna þyngst nú um stundir.

Kerfin mega ekki bresta

„Málefni útlendinga eru mjög brýn og ég tel að sá málaflokkur verði fyrirferðarmikill næstu árin. Ég er þeirrar skoðunar að við séum komin að þolmörkum hvað varðar þann fjölda sem hingað kemur. Við eigum orðið í erfiðleikum með að sinna málaflokknum eins vel og við viljum gera. Það er húsnæðisskortur og mikið hefur mætt á fáum sveitarfélögum. Eins hef ég áhyggjur af því hve útgjöldin eru orðin gríðarleg fyrir skattgreiðendur. Við verðum að vera óhrædd við að taka skýrar ákvarðanir í þessum málaflokki, annað er ekki í boði. Hér er um að ræða fólk sem er í veikri stöðu og þarf úrlausn sinna mála hratt og vel. Um leið verðum við að horfa heildstætt á hlutina. Aðrir hópar þurfa einnig á þjónustu að halda og við höfum ekki úr ótakmörkuðum fjármunum að spila. Kerfin okkar mega ekki bresta undan álaginu.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert