Hnútukast í ríkisstjórnarliðinu

Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudaginn.
Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Deilur brutust út í stjórnarliðinu í gær, aðeins rúmri viku eftir að þingið var sent í sumarfrí, þar sem segja má að ýmis undirliggjandi ágreiningsefni og gömul gremjuefni stjórnarflokkanna eða þingmanna þeirra hafi verið dregin fram.

Óhætt er að segja að ekki hafi verið samstaða í ríkisstjórninni um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva fyrirvaralaust hvalveiðar, sem hefjast áttu í dag. Margir þingmenn samstarfsflokkanna áttu bágt með að leyna reiði sinni, sem sjálfsagt stafaði bæði af efni málsins og aðferð.

Svandís í mótsögn við sjálfa sig

Bæði þingmenn í Framsókn og Sjálfstæðisflokki töldu að Svandís hefði farið fram úr sér og lagaheimildum sínum með hvalveiðibanninu og vísuðu til orða hennar sjálfrar um það fyrir aðeins tveimur vikum. Þá minnti hún á það í svari við þingfyrirspurn um bann við hvalveiðum að hún gæti aðeins gert það sem löggjafinn hefði veitt sér vald til með lögum:

„Samkvæmt ráðgjöf sem lögfræðingar matvælaráðuneytisins hafa gefið mér er ekki að finna skýra lagastoð fyrir stjórnsýsluviðurlögum, svo sem afturköllun leyfis að svo búnu,“ sagði Svandís hinn 5. júní.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, taldi að með ákvörðuninni hefði samráðherra hans ekki gætt meðalhófsreglunnar, hún bakaði með því mörgum tjón án minnsta fyrirvara.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert