Veru Mathöll lokað á laugardaginn

Vera Mathöll í Grósku lokar dyrum sínum 1. júlí.
Vera Mathöll í Grósku lokar dyrum sínum 1. júlí. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Vera Mathöll lokar dyrum sínum 1. júlí og er ófyrirséð hvenær opnað verður aftur samkvæmt instagram-færslu veitingastaðarins Stundar, sem er í Mathöllinni í Grósku. 

Vera Mathöll birti síðan á Instagram-síðu sinni færslu um hálftólfleytið í kvöld, þar sem segir að staðnum verði lokað tímabundið, og að mathöllin hlakki til að taka á móti viðskiptavinum sínum að nýju eftir breytingar. 

Í færslu Stundar segir að eigendur staðarins sjái sér ekki fært að halda starfsemi staðarins gangandi í ljósi þeirrar óvissu sem blasi við og hafi því ákveðið að leita á önnur mið. 

„Móttökurnar sem Stund hefur fengið fóru langt fram úr okkar björtustu vonum og hlökkum við til að taka á móti ykkur öllum á nýjum og betri stað.“

Ekki náðist í eiganda Veru Mathallar, Björn Braga Arnarsson, við gerð fréttarinnar, en Hafsteinn Júlíusson, hönnuður og annar eigandi Veru Mathallar, tjáði mbl.is að hann sæi ekki um rekstur fyrirtækisins og vísaði spurningum á Björn Braga. 

View this post on Instagram

A post shared by STUND (@stundrvk)



Uppfært kl. 00:19

Vera Mathöll birti á Instagram-síðu sinni eftirfarandi færslu: 

View this post on Instagram

A post shared by VERA Mathöll (@veramatholl)

Björn Bragi Arnarsson, eigandi Veru Mathöll.
Björn Bragi Arnarsson, eigandi Veru Mathöll. Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert