Mikill viðbúnaður var við timburhús við Blesugróf í Fossvoginum í gær, en tæknideild lögreglu telur að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnshlaupahjóli í hleðslu. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá.
Í samtali við mbl.is segir fulltrúi slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að um 40 manns hafi komið að aðgerðum í gær, en íbúar hússins urðu varir við eldinn um 18 leitið og breiddist hann hrat út um húsið.
Að sögn fulltrúa slökkviliðsins lauk aðgerðum á miðnætti og stóðu því yfir í rúma sex klukkustundir. Segir hann eldinn og reykinn hafa verið erfiða viðráða og að reykkafarar sem sendir voru inn, hafi fljótt verið kallaðir aftur út vegna of mikils hita.
Eldurinn breiddist út á miklum hraða og er að sögn fulltrúa slökkviliðsins gjörónýtt.
Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við gerð þessarar fréttar.