Fordæma nauðungarsölu á heimili öryrkja

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna sendu frá sér yf­ir­lýs­ingu í kvöld, þar sem þau for­dæma nauðung­ar­sölu á heim­ili ör­yrkja, en til stend­ur að bera hann og fjöl­skyldu hans út á föstu­dag­inn.

Greint var frá mál­inu í kvöld­frétt­um RÚV í kvöld, en þar sagði frá Jakub Pol­kowski, ung­um ör­yrkja, sem fékk bæt­ur fyr­ir al­var­leg læknamis­tök og nýtti þær til þess að kaupa sér ein­býl­is­hús í Reykja­nes­bæ.

Jakub gerði sér hins veg­ar ekki grein fyr­ir því að þó að hann ætti húsið skuld­laust, að hann þyrfti að greiða af því ýmis gjöld, sem söfnuðust sam­an og leiddu að lok­um til þess að húsið var selt á nauðung­ar­upp­boði fyr­ir þrjár millj­ón­ir kr. en það er verðmetið á um 57 millj­ón­ir í dag.

Málið vekji upp spurn­ing­ar

Í yf­ir­lýs­ingu hags­muna­sam­tak­anna seg­ir m.a. að sýslumaður hafi samþykkt það boð þó það væri „langt und­ir eðli­legu verði fyr­ir húsið og nýtti ekki heim­ild í lög­um til að fresta upp­boði þegar svo hátt­ar til og freista þess að fá hærra verð.“

„Þar sem sölu­verðið næg­ir rétt svo fyr­ir skuld­un­um mun ungi maður­inn standa eft­ir alls­laus fyr­ir vikið,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu hags­muna­sam­tak­anna, sem segja málið vekja upp ýms­ar spurn­ing­ar. 

Spyrja þau m.a. hvort að bæj­ar­yf­ir­völd, sem voru meðal kröfu­hafa, hafi ekki vitað af aðstæðum unga manns­ins? „Vöknuðu á engu stigi spurn­ing­ar um að van­skil­in gætu tengst fötl­un hans þannig að með réttri aðstoð gæti hann mögu­lega staðið í skil­um með gjöld­in svo hann þyrfti ekki að missa heim­ili sitt?“ 

Þá spyrja sam­tök­in hvort að aldrei hafi hvarflað að sýslu­manni að kanna aðstæður manns­ins áður en tek­in var ákvörðun um að hefja nauðung­ar­upp­boð á heim­ili hans, ekki síst í ljósi þess að skuld­ir hans voru lág­ar miðað við verðmæti húss­ins. „Kynnti sýslumaður­inn ekki fyr­ir hon­um mögu­leik­ann á því að selja húsið á al­menn­um markaði til að fá eðli­legt verð svo hann yrði ekki alls­laus eft­ir söl­una?“ spyrja sam­tök­in enn frem­ur.

For­dæma fram­göng­una og kalla eft­ir rann­sókn­ar­skýrslu

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna for­dæma fram­göngu allra hlutaðeig­andi í þessu dap­ur­lega máli og segja að ef rétt hefði verið staðið að mál­um hefði aldrei átt að þurfa að koma til þess að svona langt yrði gengið. 

Segja hags­muna­sam­tök­in einnig að þau hafi „lengi og ít­rekað skorað á stjórn­völd að end­ur­skoða lög um nauðung­ar­sölu frá ár­inu 1991, sem eru löngu orðin barn síns tíma, með hliðsjón af þeirri þróun sem síðan þá hef­ur orðið á lög­gjöf á sviði mann­rétt­inda og neyt­enda­vernd­ar.“

Þá sýni at­b­urðir síðustu daga, bæði þetta mál og Íslands­banka­málið, fram á nauðsyn þess að gerð verði rann­sókn­ar­skýrsla um meðferð banka og sýslu­manna á heim­il­un­um eft­ir hrun. „Því það virðist lítið sem ekk­ert hafa breyst á Íslandi frá hruni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert