Umhverfisstofnun segir að umfang fyrirhugaðrar uppbyggingar ferðaþjónustu við Reykholt í Þjórsárdal séu slík að það kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat. Verði það niðurstaðan gæti það tafið verkefnið í hátt í tvö ár.
Áformin voru tilkynnt til Skipulagsstofnunar árið 2018 sem taldi þá að framkvæmdirnar væru ekki líklegar til að hafa veruleg umhverfisáhrif.
Þeir sem standa að verkefninu eru hissa á umsögn Umhverfisstofnunar og hyggjast funda með forstjóra hennar næstkomandi mánudag um hvað sé til ráða.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.