Bessastaðanes friðlýst

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, undirritar friðlýsinguna við …
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, undirritar friðlýsinguna við Bessastaðatjörn að Guðna Th. Jóhannessyni forseta og Almari Guðmundssyni bæjarstjóra í Garðabæ viðstöddum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bessastaðanes var friðlýst með stuttri at­höfn í morg­un. Að friðlýs­ing­unni koma meðal ann­ars sveit­ar­fé­lagið Garðabær, embætti for­seta Íslands og um­hverf­is-, orku- og auðlindaráðuneytið.

Við at­höfn­ina benti Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands að menn­irn­ir hafi mik­il áhrif á um­hverfi sitt.

Hið mann­gerða líka til góðs

Hann benti viðstödd­um á tvo hólma sem Ásgeir Ásgeirs­son for­seti hafi látið út­búa eða bæta í til að efla æðar­varp. Sömu­leiðis nefndi hann að tjörn­in við Bessastaði hafi í raun langt fram á síðustu öld verið ós, en land­fyll­ing gert ósinn að tjörn þar sem ekki gæti leng­ur sjáv­ar­falla.

Hann benti nær­stödd­um á gras­flöt sem heit­ir Prent­smiðju­flöt, þar sem Skúli Thorodd­sen, langa­langafi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, hafi rekið prent­smiðju. For­seti seg­ir svæðið nú allt friðlýst svo framtíðarkyn­slóðir geti notið úti­vist­ar og dýra­líf fái þrif­ist.

Flug­vall­ar­hug­mynd­ir úr sög­unni

Alm­ar Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri í Garðabæ og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra voru líka við at­höfn­ina og und­ir­ritaði Guðlaug­ur Þór yf­ir­lýs­ingu ráðuneyt­is­ins. Í sam­tali við mbl.is telja þeir báðir að friðlýs­ing­in loki end­an­lega á hug­mynd­ir sem verið hafa um flug­völl á Álfta­nesi.

Alm­ar var spurður að því hvernig friðlýs­ing­in rími við framtíðar­hug­mynd­ir Garðabæj­ar um upp­bygg­ingu á Álfta­nesi.

Alm­ar svaraði: „Sú skipu­lags­vinna sem var hér í gangi fyr­ir um 5-10 árum síðan, hún rammaði þetta inn. Við gerðum ráð fyr­ir byggð. Við erum að þétta byggðina inn í miðju Álfta­ness. En við lát­um önn­ur svæði ut­an­um ósnort­in og friðlýs­um eft­ir þörf­um. Okk­ur hef­ur þótt það vera hluti af skipu­lags­vinn­unni. Ég held að það sé líka mjög stór þátt­ur í þessu að embætti for­set­ans sé hér og hafi til þess rými og teng­ingu við  nátt­úr­una. Það er dá­lítið ís­lenskt að hafa það þannig.“

„Um­hverf­is­slys í upp­sigl­ingu“

Í máli sínu skaut Guðlaug­ur Þór föst­um skot­um til Reykja­vík­ur­borg­ar vegna áforma um nýja byggð í Skerjaf­irði. Í sam­tali við mbl.is sagði Guðlaug­ur Þór:

„Um­hverf­is­stofn­un og Nátt­úru­fræðistofn­un hafa margoft varað við að stíga þessi skref í öllu ferl­inu. Ég hef ekk­ert legið á því að ég tel að hér sé um­hverf­is­slys í upp­sigl­ingu. Ég hef ekki fengið nein mál­efna­leg rök gegn því mati mínu.“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, rifjaði upp að margt í …
Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, rifjaði upp að margt í nátt­úru Bessastaðaness hafi verið mannn­anna verk. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert