Umskipti í veðrinu

Nú verður yfirleitt þurrt og bjart á köflum á Suður- …
Nú verður yfirleitt þurrt og bjart á köflum á Suður- og Suðvesturlandi og einnig hlýjast. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákveðinn viðsnúningur er í veðrinu í dag og næstu daga frá því sem verið hefur. Nú verður yfirleitt þurrt og bjart á köflum á Suður- og Suðvesturlandi og einnig hlýjast, en aðrir landshlutar fá vætu á köflum og verður fremur lágskýjað og svalt.

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Jafnvel gæti hiti á morgun náð rúmlega 20 stigum sunnanlands þar sem best lætur.

Á meðan verður mun svalara nyrðra og eystra en þar verður hitastigið meira 4 til 10 stig og benda spár að til að enn svalara verði á þriðjudag.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert