Dagur sendir samúðarkveðjur til Lvív

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lviv fallast …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lviv fallast í faðma eftir undirskrift samstarfssamnings milli borganna þriðjudaginn 23. maí 2023. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi í dag samúðarbréf til Andrí Sadoví, borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Lvív, vegna eldflaugarárásar Rússa á íbúðablokk í borginni.

Að minnsta kosti fimm létu lífið í árásinni og tugir særðust.

Reykjavíkurborg fordæmir verknaðinn

Í bréfinu, sem ritað er á ensku, segir meðal annars „Hugur okkar er hjá fórnarlömbum þessarar mannskæðu árásar og öllum þeim sem þetta grimmdarverk snertir. Reykjavíkurborg fordæmir ofbeldisverknaðinn. Við stöndum með systurborg okkar Lvív og Úkraínu sem á allan okkar stuðning“.

Sendi einnig persónulegt bréf til borgarstjórans

Dagur B. sendi Sadoví borgarstjóra einnig persónulegt bréf þar sem hann harmar árásina á borgina. Borgarstjórarnir tveir innsigluðu vinasamband borganna með samstarfssamningi í Lvív í maí síðastliðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert