„Það sem er kannski mikilvægast núna, næstu klukkustundir, er að fólk hlaupi ekki að þessu eldgosi heldur leyfi viðbragðsaðilunum fyrst að meta aðstæður.“
Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við mbl.is um það eldgos sem er nýhafið við Litla-Hrút á Reykjanesskaga.
Aðspurð kveðst hún ekki vita hvort eða hversu margt fólk er þegar á svæðinu.
„Þetta var bara að gerast, en alla vega eru tilmælin þau að gefa viðbragðsaðilum tækifæri á að meta hvernig aðstæður eru, sem er mjög mikilvægt.“