„Smám saman færist kaldara loft yfir landið“

Í vikunni sem nú er að byrja verður norðlæg átt ríkjandi og smám saman færist kaldara loft yfir landið.

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands en um og upp úr miðri viku verður orðið kalt í veðri á norðanverðu landinu og vætusamt. 

Í dag verður norðanáttin þó ekki búinn að ná völdum „og má segja að við séum í leifunum af hita helgarinnar“.

Hámarkshiti verður í kringum 20 stig í mörgum landshlutum, en öllu kaldara á Austurlandi. 

Norðlæg átt eða breytileg víða 3-8 m/s, en 8-13 m/s um landið norðvestanvert og með austurströndinni. Víða bjart með köflum, en sunnanlands eru líkur á skúrum síðdegis.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka