Gætu rofið 400 þúsunda múrinn á árinu

Sólardagur í Nauthólsvík.
Sólardagur í Nauthólsvík. mbl.is/Eyþór

Landsmönnum hefur fjölgað ört á síðustu mánuðum og misserum. Þjóðskrá hefur að undanförnu birt á vefsíðu sinni tölur um fjölda íbúa á landinu og uppfært þær tölur einu sinni á hverjum sólarhring.

Í gær voru landsmenn orðnir alls 394.228 talsins samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár og ljóst af fjölguninni að undanförnu að styttist óðum í að 400 þúsund íbúa markinu verði náð með sama áframhaldi. Frá 1. desember til 1. júlí sl. fjölgaði íbúum á landinu öllu um 6.784 eða um 1,8%. Haldi fólksfjölgunin áfram með sama hraða á komandi mánuðum má gera því skóna að íbúar landsins verði orðnir 400 þúsund talsins 1. desember næstkomandi.

Upplýsingum, sem Hagstofa Íslands birtir ársfjórðungslega um fjölda landsmanna, ber vel saman við þetta. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert