Samþykktu eigin launahækkun en unglingarnir sitja eftir

Frá fundi borgarráðs.
Frá fundi borgarráðs.

Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar samþykkti launahækkun borgarfulltrúa upp á 2,5% á borgarráðsfundi sem lauk nú fyrir skömmu. Tillaga um hækkun launa ungmenna í unglingavinnunni var aftur á móti felld.

Tillaga sósíalistans Sönnu Magdalenu Mörtudóttir um að til engrar launahækkunar myndi koma meðal borgarfulltrúa var felld áður en tillaga meirihlutans um 2,5% launahækkun var tekin fyrir.

Hún var samþykkt af fjórum fulltrúum meirihlutans í borgarráði.

Vinnuskólinn situr eftir 

Þá var einnig tekin fyrir tillaga Sjálfstæðismanna um að laun ungmenna í Vinnuskólanum myndu hækka í takti við vísitölu eða um 9%. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Í byrj­un fyrsta vinnu­tíma­bils­ins í sum­ar hófu nem­end­ur störf hjá vinnu­skól­an­um án þess að búið væri að taka ákvörðun um kaup og kjör fyr­ir störf­in. 

Stendur því ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans frá því fyrr í sumar en um miðjan júní var tilkynnt að laun unglinga myndu haldast óbreytt á milli ára. Var það um viku eftir að fyrsti vinnuhópurinn hóf störf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert