Ekki einungis bílar sem valda vandræðum

Ekki einungis bílar sem leggja í P-merkt stæði og valda …
Ekki einungis bílar sem leggja í P-merkt stæði og valda P-merkja höfum vandræðum. Ljósmynd/Hulda Sif Ólafsdóttir

Ekki var hægt að leggja í P-merkt stæði við bíla­stæðahúsið á horni Baróns­stígs og Bergstaðarstræt­is í gær­kvöldi þar sem Hopp hjól­um hafði verið lagt í stæðið, seg­ir Hulda Sif Ólafs­dótt­ir P-merkja hafi.  

Það eru því ekki ein­ung­is bíl­ar sem leggja í P-merkt stæði og valda P-merkja höf­um vand­ræðum.

„Ég var mjög hepp­in að það var farþegi í bíln­um sem gat fært hjólið,“ seg­ir Hulda Sif Ólafs­dótt­ir, P-merkja hafi, „þetta eru mjög þung hjól og því ekki allra að færa þau,“ bætti hún við. 

Alltof al­gengt vanda­mál

Mar­grét Lilja Aðal­steins­dótt­ir formaður Sjálfs­bjarg­ar sagði í sam­tali við mbl.is í gær, það alltof al­gengt að fólk leggi í P-merkt stæði án þess að vera með P-merki. Þá sagði hún P-merkt stæði for­sendu þess að P-merkja haf­ar geti tekið þátt í líf­inu utan heim­il­is.

„Maður sér að þessi hlaupa hjól eru víða til trafala, þeim er lagt á miðri gang­stétt og göngu­stíg­um, þannig að þau eru fyr­ir fólki. Sér­stak­lega þeim sem eru í hjóla­stól­um og kom­ast ekki fram­hjá,“ seg­ir Hulda. 

Hulda er búin að senda tölvu­póst á Hopp og bíla­stæðasjóð og von­ast til þess að fá góð viðbrögð. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka