Ekki var hægt að leggja í P-merkt stæði við bílastæðahúsið á horni Barónsstígs og Bergstaðarstrætis í gærkvöldi þar sem Hopp hjólum hafði verið lagt í stæðið, segir Hulda Sif Ólafsdóttir P-merkja hafi.
Það eru því ekki einungis bílar sem leggja í P-merkt stæði og valda P-merkja höfum vandræðum.
„Ég var mjög heppin að það var farþegi í bílnum sem gat fært hjólið,“ segir Hulda Sif Ólafsdóttir, P-merkja hafi, „þetta eru mjög þung hjól og því ekki allra að færa þau,“ bætti hún við.
Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir formaður Sjálfsbjargar sagði í samtali við mbl.is í gær, það alltof algengt að fólk leggi í P-merkt stæði án þess að vera með P-merki. Þá sagði hún P-merkt stæði forsendu þess að P-merkja hafar geti tekið þátt í lífinu utan heimilis.
„Maður sér að þessi hlaupa hjól eru víða til trafala, þeim er lagt á miðri gangstétt og göngustígum, þannig að þau eru fyrir fólki. Sérstaklega þeim sem eru í hjólastólum og komast ekki framhjá,“ segir Hulda.
Hulda er búin að senda tölvupóst á Hopp og bílastæðasjóð og vonast til þess að fá góð viðbrögð.