Ísland er meðal tíu Evrópuríkja sem verða fyrir hvað mestri mengun af völdum skemmtiferðaskipa. Þetta kemur fram í skýrslu Evrópsku umhverfissamtakanna Transport & environment sem birt var í júní.
Mengun vegna skemmtiferðaskipa í fjölförnustu höfnum Evrópu er orðin álíka jafn mikil og hún var fyrirheimsfaraldur.
Í upphafi árs var áætlað að helmingi fleiri skemmtiferðaskip myndu leggja leið sína í íslenskar hafnir í ár, frá því í fyrra. Jafnframt var gert ráð fyrir að farþegum myndi fjölga um 80% og yrðu því rúmlega 800 þúsund á árinu.
Í skýrslunni má sjá að Ísland er í níunda sæti þeirra Evrópulanda sem verða fyrir hvað mestri brennisteinsdíoxíðsmengun vegna skemmtiferðaskipa. Eina Norðurlandið ofar Íslandi á listanum er Noregur, en Ítalía er í fyrsta sæti og verður því fyrir mestri mengun af völdum skemmtiferðaskipa, í Evrópu .
Þá segir að köfnunarefnisdíoxíðsmengunin sé meiri frá skemmtiferðaskipum á Íslandi og í Noregi, heldur en frá öllum fólksbílaflotanum í hvoru landi.